Fótbolti

Stórsigrar hjá PSG og Wolfsburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordyn Huitema skoraði þrennu í kvöld.
Jordyn Huitema skoraði þrennu í kvöld. Aurelien Meunier/Getty Images

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. París Saint-Germain og Wolfsburg unnu bæði stórsigra, lokatölur í leikjunum báðum 5-0 heimaliðunum í vil.

Parísarliðið sem lagði Breiðablik 2-0 á Kópavogsvelli í síðustu viku átti ekki í teljandi vandræðum með Zhytlobud-1 W frá Úkraínu í kvöld.

Jordyn Huitema gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik PSG í vil. Paulina Dudek og Lea Khelifi bættu við mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 5-0 PSG í vil.

Wolfsburg vann sinn leik einnig 5-0 sigur er Servette kom í heimsókn. Wolfsburg gerði jafntefli við Chelsea í fyrstu umferð á meðan Servette tapaði fyrir Juventus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.