Tengdasonur Mosfellsbæjar ætlar að endurskoða sinn leikstíl eftir skell í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:30 Patrick Mahomes var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir annan tapleikinn í röð hjá Kansas City Chiefs á heimavelli sínum. AP/Ed Zurga Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs steinlágu á heimavelli í NFL-deildinni í nótt og besti maður liðsins axlaði ábyrgðina eftir leikinn. Buffalo Bills vann leikinn 37-20 og hefur þar með unnið fjóra leiki í röð en á sama tíma var Chiefs liðið að tapa í þriðja sinn í fimm leikjum. Mahomes, sem hefur viðurnefnið Tengdasonur Mosfellsbæjar hér á landi, var sjálfgagnrýninn í viðtölum eftir leikinn en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pick-6! How about the @BuffaloBills?! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/j2ptK5x9tK— NFL (@NFL) October 11, 2021 „Þetta byrjar allt hjá mér,“ sagði Patrick Mahomes sem kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér og glataði honum einu sinni á jörðinni líka. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið vanur að gera mikið af á mínum ferli en nú þarf ég að endurskoða hvar ég er staddur og hvaða ákvarðanir ég er að taka,“ sagði Mahomes. „Ég hef verið svolítið klikkaður leikmaður þegar kemur að skrölti og köstum en ég hef aldrei verið leikmaður sem er að kasta boltanum mikið frá mér. Nú þarf ég að endurskoða leikstílinn og hvað ég er að gera og það er ekkert annað í boði en að hætta því,“ sagði Mahomes. The rookie @gregrousseau with the red zone INT! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/hFgtEkfU7w— NFL (@NFL) October 11, 2021 Buffalo Bills komst í 31-13 í leiknum eftir að hafa stolið sendingu frá Mahomes og hlaupið með hana alla leið í markið. Mahomes hefur þegar kastað boltanum sex sinnum frá sér á leiktíðinni en mest hefur hann kastað boltanum tólf sinnum frá sér á heilu tímabili. Hann mun bæta það met ríflega með sama áframhaldi. Buffalo Bills náði með þessum sigri að hefna fyrir tapaði á móti Chiefs í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og það rigndi mikið í seinni hálfleiknum. .@JoshAllenQB is on a roll. A 53-yard touchdown to @dawson_knox! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/c1eJud1LgL— NFL (@NFL) October 11, 2021 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo, var frábær en hann átti þrjár snertimarkssendingar auk þess að hlaupa 62 jarda með boltann og skora eitt snertimark sjálfur. Það var að venju mikið fjör í leikjum sunnudagsins í NFL-deildinni. Better catch by I pic.twitter.com/gCJE7NGBIt— Deandre Hopkins (@DeAndreHopkins) October 11, 2021 Arizona Cardinals liðið er enn ósigrað eftir 17-10 sigur á San Francisco 49ers. DeAndre Hopkins skoraði snertimarkið sem tryggði sigurinn og var líka ánægður með sig eins og sjá má hér fyrir ofan. TODAY WE SPELL REDEMPTION.... M-A-S-O-N. #GoPackGo #GBvsCIN pic.twitter.com/5iuT9KWn2K— NFL (@NFL) October 10, 2021 Green Bay Packers vann sinn fjórða sigur í röð en á dramatískan hátt. Sparkarinn Mason Crosby klikkaði á þremur vallarmörkum í röð áður en hann skoraði sigurvallarmarkið í framlengingunni í 25-22 sigri á Cincinnati Bengals. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 45-17 stórsigur á Miami Dolphins þar sem Brady átti fimm snertimarkssendingar. It's just @TomBrady things. 361 yards and 4 TDs for the : #MIAvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/efczapH77l— NFL (@NFL) October 10, 2021 Jacksonville Jaguars tapaði 31-19 á móti Tennessee Titans sem þýðir að liðið hefur nú tapað tuttugu leikjum í röð. Carolina Panthers vann þrjá fyrstu leiki sína en tapaði öðrum leiknum í röð í gær nú 21-18 á móti Philadelphia Eagles. Leikstjórnandi Eagles, Jalen Hurts, skoraði sjálfur tvö snertimörk á jörðinni í endurkomusigri og annað þeirra tryggði sigurinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði Minnesota Vikings 19-17 sigur á Detroit Lions með vallarmarki í lokin en Ljónin töpuðu enn einu sinni á grátlegan hátt og hafa tapað öllum fimm leikjum tímabilsins. Nick Folk, sparkari New England Patriots, tryggði liðinu 25-22 sigur á Houston Texans með vallarmarki undir lokin en viku áður sparkaði hann í stöngina og út þegar hann gat tryggt liðinu sigur á Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin frá því í gær. Every touchdown from NFL RedZone in Week 5! pic.twitter.com/ssJkzn4Zwu— NFL (@NFL) October 11, 2021 Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars JUSTIN HERBERT AND MIKE WILLIAMS DID IT AGAIN! #BoltUp : #CLEvsLAC on CBS : NFL app pic.twitter.com/1aT7cBWbxG— NFL (@NFL) October 10, 2021 NFL Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Buffalo Bills vann leikinn 37-20 og hefur þar með unnið fjóra leiki í röð en á sama tíma var Chiefs liðið að tapa í þriðja sinn í fimm leikjum. Mahomes, sem hefur viðurnefnið Tengdasonur Mosfellsbæjar hér á landi, var sjálfgagnrýninn í viðtölum eftir leikinn en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pick-6! How about the @BuffaloBills?! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/j2ptK5x9tK— NFL (@NFL) October 11, 2021 „Þetta byrjar allt hjá mér,“ sagði Patrick Mahomes sem kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér og glataði honum einu sinni á jörðinni líka. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið vanur að gera mikið af á mínum ferli en nú þarf ég að endurskoða hvar ég er staddur og hvaða ákvarðanir ég er að taka,“ sagði Mahomes. „Ég hef verið svolítið klikkaður leikmaður þegar kemur að skrölti og köstum en ég hef aldrei verið leikmaður sem er að kasta boltanum mikið frá mér. Nú þarf ég að endurskoða leikstílinn og hvað ég er að gera og það er ekkert annað í boði en að hætta því,“ sagði Mahomes. The rookie @gregrousseau with the red zone INT! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/hFgtEkfU7w— NFL (@NFL) October 11, 2021 Buffalo Bills komst í 31-13 í leiknum eftir að hafa stolið sendingu frá Mahomes og hlaupið með hana alla leið í markið. Mahomes hefur þegar kastað boltanum sex sinnum frá sér á leiktíðinni en mest hefur hann kastað boltanum tólf sinnum frá sér á heilu tímabili. Hann mun bæta það met ríflega með sama áframhaldi. Buffalo Bills náði með þessum sigri að hefna fyrir tapaði á móti Chiefs í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og það rigndi mikið í seinni hálfleiknum. .@JoshAllenQB is on a roll. A 53-yard touchdown to @dawson_knox! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/c1eJud1LgL— NFL (@NFL) October 11, 2021 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo, var frábær en hann átti þrjár snertimarkssendingar auk þess að hlaupa 62 jarda með boltann og skora eitt snertimark sjálfur. Það var að venju mikið fjör í leikjum sunnudagsins í NFL-deildinni. Better catch by I pic.twitter.com/gCJE7NGBIt— Deandre Hopkins (@DeAndreHopkins) October 11, 2021 Arizona Cardinals liðið er enn ósigrað eftir 17-10 sigur á San Francisco 49ers. DeAndre Hopkins skoraði snertimarkið sem tryggði sigurinn og var líka ánægður með sig eins og sjá má hér fyrir ofan. TODAY WE SPELL REDEMPTION.... M-A-S-O-N. #GoPackGo #GBvsCIN pic.twitter.com/5iuT9KWn2K— NFL (@NFL) October 10, 2021 Green Bay Packers vann sinn fjórða sigur í röð en á dramatískan hátt. Sparkarinn Mason Crosby klikkaði á þremur vallarmörkum í röð áður en hann skoraði sigurvallarmarkið í framlengingunni í 25-22 sigri á Cincinnati Bengals. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 45-17 stórsigur á Miami Dolphins þar sem Brady átti fimm snertimarkssendingar. It's just @TomBrady things. 361 yards and 4 TDs for the : #MIAvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/efczapH77l— NFL (@NFL) October 10, 2021 Jacksonville Jaguars tapaði 31-19 á móti Tennessee Titans sem þýðir að liðið hefur nú tapað tuttugu leikjum í röð. Carolina Panthers vann þrjá fyrstu leiki sína en tapaði öðrum leiknum í röð í gær nú 21-18 á móti Philadelphia Eagles. Leikstjórnandi Eagles, Jalen Hurts, skoraði sjálfur tvö snertimörk á jörðinni í endurkomusigri og annað þeirra tryggði sigurinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði Minnesota Vikings 19-17 sigur á Detroit Lions með vallarmarki í lokin en Ljónin töpuðu enn einu sinni á grátlegan hátt og hafa tapað öllum fimm leikjum tímabilsins. Nick Folk, sparkari New England Patriots, tryggði liðinu 25-22 sigur á Houston Texans með vallarmarki undir lokin en viku áður sparkaði hann í stöngina og út þegar hann gat tryggt liðinu sigur á Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin frá því í gær. Every touchdown from NFL RedZone in Week 5! pic.twitter.com/ssJkzn4Zwu— NFL (@NFL) October 11, 2021 Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars JUSTIN HERBERT AND MIKE WILLIAMS DID IT AGAIN! #BoltUp : #CLEvsLAC on CBS : NFL app pic.twitter.com/1aT7cBWbxG— NFL (@NFL) October 10, 2021
Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars
NFL Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira