Bíó og sjónvarp

Hollenskur dagur á RIFF: Vampírur, drama og erótísk sambönd í nunnuklaustri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stilla úr myndinni Drama Girls.
Stilla úr myndinni Drama Girls.

Aðeins fjórir dagar eru eftir af kvikmyndaveislunni RIFF og mikil aðsókn og katína einkennir viðburði.

RIFF HEIMA er einnig í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu. 

Holland er í brennidepli á RIFF í ár. Fjölmennur hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna sækir hátíðina heim vegna þessa og tekur meðal annars þátt í Bransadögum RIFF sem standa nú yfir og eru einnig sýndir í beinni útsendingu hér á Vísi.

Farewell Paradise

Hátíðargestum gefst tækifæri á að sjá það mest spennandi sem hollensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða í dag. Sjö kvikmyndir eru sýndar, sex leikstjórar verða viðstaddir spurt & svarað eftir sýningu. Einnig er hollenskur stuttmyndapakki á dagskrá þar sem leikstjórar mynda verða viðstaddir.

Dead and Beautiful

Vekja má sérstaka athygli á heimildarmyndinni Feast þar sem fjallað er um þrjá menn í Groningen sem smituðu aðra karlmenn vísvitandi af HIV en sakamenn og þolendur taka þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna. 

Feast

Spennumyndirnar Magic Mountains og Do Not Hesitate ættu ekki að svíkja áhorfendur sem vilja fjöruga framvindu og vampírumyndin Dead & Beautiful hræðir líftóruna úr hrollþyrstum rétt fyrir miðnætti.

RIFF sýnir einnig nýjustu kvikmynd frægasta leikstjóra þjóðarinnar, Paul Verhoeven, en hún heitir Benedetta og fjallar um erótísk sambönd í nunnuklaustri á sautjándu öld. Hún er sýnd laugardaginn 9. október kl. 21.45.

Benedetta

Spurt & svarað dagskrá:

  • Hollenskar stuttmyndir 1 - kl. 17 
  • Drama Girl - kl. 17 með Vincent Boy Kars, leikstjóra.
  • Farewell Paradise - kl. 19 með Sonju Wyss, leikstjóra.
  • Magic Mountains - kl. 19 með Urszulu Antoniak, leikstjóra.
  • Feast - kl. 21 með Tim Leyendekker, leikstjóra.
  • Do Not Hesitate - kl. 21.15 með Shariff Korver, leikstjóra.
Do not hesitate

Bransadagar RIFF eru í fullum gangi í Norræna húsinu. Í dag er framleiðandadagur en honum er stýrt af kvikmyndasérfræðingnum Wendy Mitchell og meðal þátttakenda verða Baltasar Kormákur, Erik Gilijnis, Jón Hammer, Ragnheiður Erlendsdóttir og Sigurjón Sighvatsson og stór hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila.

Á sérstökum verk-í-vinnslu vettvangi þar sem kvikmyndir og þáttaraðir eru kynntar fyrir alþjóðlegum sölu- og dreifingaraðilum verða til sýnis sjónvarpsseríur eins og Ófærð III, Stella Blómkvist og Vitjanir, og kvikmyndir á borð við Abbababb!, Birta og Sumarljós... og svo kemur nóttin.

Hér er hægt er að kynna sér dagskrána nánar og skrá sig. 

Áframhaldandi skemmtidagskrá er á Loft Hostel en í kvöld gleður uppistand Lofty Ambitions gesti. Meiri upplýsingar má nálgast á Facebook-viðburði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.