Lífið

Jonas-bróðir á kosninga­vöku stjórn­mála­fræði­nema

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frankie ásamt bræðrum sínum: Kevin, Joe og Nick.
Frankie ásamt bræðrum sínum: Kevin, Joe og Nick. Getty/Jeff Kravitz

Frankie Jonas, yngsti bróðir hinna víðfrægu tónlistarmanna Jonas-bræðra, er staddur á kosningavöku Politica, félags stjórnmálafræðinema.

Þar náði Sara Þöll Finnbogadóttir, stjórnmálafræðinemi, mynd af sér með kappanum og spurði hann hvað hann væri að gera á íslenskri kosningavöku.

Hér má sjá Frankie Jonas og Söru Þöll saman á kosningavökunni.Aðsend

Frankie hafði eitt að segja um kosningarnar, að hann styðji Sósíalistaflokkinn: „Frankie Jonas endorses the Socialist Party.“

En hvers vegna hefur Frankie slíkan áhuga á íslenskum stjórnmálum? „Because Iceland is the greatest country on earth.“

Hér er Frankie með fleiri sáttum stjórnmálafræðinemum.AðsendFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.