Innlent

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stöð 2

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

Í kvöld hlýddu þrettán hundruð manns á tónleika sveitarinnar en leikin var Níunda sinfónía Beethovens.

„Ég hugsa svona að þegar fæstir gestir hafa verið þá hafa verið um tvö hundruð í salnum, eitthvað svoleiðis. Svo hefur þetta bara svona rokkað alveg samhliða samkomutakmörkununum.

 „Það hafa ekki verið margar vikur þar sem við höfum þurft að hérna hætta alveg en við höfum þurft að aðlaga dagskrána,“ sagði Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í beinni útsendingu fyrir tónleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hún segir að gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að tryggja fjarlægðarmörk. 

„Við höfum verið að skipta sviðinu upp í sóttvarnarhólf líka og hljóðfæraleikarar hafa jafnvel varla hist utan sviðsins.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.