Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 14:34 Anton Kristinn Þórarinsson sagði það hafa verið einungis orðróm að vinna ætti honum mein vegna máls sem tengist upplýsingagjöf til lögreglu. vísir Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira