Innlent

Kölluð út vegna göngu­fólks í sjálf­heldu á Bola­fjalli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Bolafjalli.
Frá Bolafjalli. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit í Bolungarvík var kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík um klukkan 22 í gærkvöldi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að kolniðamyrkur og slydda hafi verið á fjallinu. 

Fyrsta verkefni björgunarsveitafólks hafi verið að staðsetja fólkið sem tók um einn og hálfan tíma.

„Fólkið var statt ofarlega í fjallinu og var því hægt að keyra upp á fjallið og nálgast þau ofan frá. Á miðnætti var búið að koma fólkinu til hjálpar, það var óslasað og fékk far niður á láglendi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við

Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×