Fótbolti

Svona horfir þú á Meistaradeildina í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chelsea er ríkjandi meistari.
Chelsea er ríkjandi meistari. vísir/getty

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og sú breyting hefur orðið á að nú eru tveir rétthafar að sýna frá keppninni.

Það er annars vegar Stöð 2 Sport og hins vegar Viaplay. Til þess að sjá alla leiki keppninnar þarf því að vera með áskrift að báðum stöðvum. Fyrirkomulagið milli rétthafanna er þannig að á þriðjudögum á Viaplay fyrsta valkost af leikjum dagsins en á miðvikudögum er það Stöð 2 Sport.

Til að sjá leikina á Stöð 2 Sport þarf áskrift að Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Þar má einnig sjá Evrópudeildina, Sambandsdeildina, NBA, ensku bikarkeppnirnar, NFL-deildina og fleira til. Hægt er að kaupa áskrift á stod2.is.

Til að sjá leikina á Viaplay þarf áskrift að Viaplay Total sem kostar 2.699 kr. á mánuði.

Stöð 2 Sport sýnir fjóra leiki úr Meistaradeildinni í kvöld. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18.30 en öll mörk kvöldsins eru svo sýnd í Meistaramörkunum eftir að síðasta leik lýkur. Líka mörkin sem eru sýnd í leikjum Viaplay.

Leikir dagsins í Meistaradeildinni:

 • 16.00: Young Boys v Man. Utd (Viaplay)
 • 16.35: Sevilla v Salzburg (Sport 3)
 • 18.45: Malmö v Juventus (Viaplay)
 • 18.30: Meistaradeildarupphitun (Sport 2)
 • 18.50: Chelsea v Zenit (Sport 2)
 • 18.50: Barcelona v Bayern (Sport 3)
 • 18.50: Lille v Wolfsburg (Sport 4)
 • 18.55: Villarreal v Atalanta (Viaplay)
 • 18.55: Dynamo Kiev v Benfica (Viaplay)
 • 21.00: Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)

Á morgun:

 • 16.35: Sheriff v Shaktar (Sport 3)
 • 16.40: Besiktas v Dortmund (Viaplay)
 • 18.30: Meistaradeildarupphitun (Sport 2)
 • 18.50: Liverpool v AC Milan (Sport 2)
 • 18.50: Man. City v Leipzig (Sport 3)
 • 18.50: Atletico v Porto (Sport 4)
 • 18.55: Inter v Real Madrid (Viaplay)
 • 18.55: Sporting v Ajax (Viaplay)
 • 18.55: Club Brugge v PSG (Viaplay)
 • 21.00: Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.