Innlent

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðmundur Ísfeld, réttarstjóri og bóndi á Jaðri.
Guðmundur Ísfeld, réttarstjóri og bóndi á Jaðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Það var góð og skemmtileg stemming í réttunum í morgun í fínu veðri og lömbin koma óvenjulega falleg af fjalli.

„Það gekk allt vel, lömbin voru falleg og réttardagur er alltaf mikill hátíðisdagur í sveitinn, hér koma sveitungarnir og fjölskyldur saman“, segir Guðmundur Ísfeld, réttarstjóri og bóndi á Jaðri.

„Lömbin líta bara ágætlega út, jöfn og ágætlega holdgóð. Nú fara þau bara væntanlega heim á ræktað land eða slíkt og eitthvað bíður þess að fara í hvíta húsið á næstu dögum,“ segir Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum.

Gunnar Þórarinsson, sauðfjárbóndi á bænum Þóroddsstöðum í Hrútafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta er mjög gaman, þetta er puð og mikil törn en þetta er alltaf skemmtilegt. Réttirnar draga alltaf fjölda fólks að en það segir bara hvað þetta er gaman, þetta er svona fjölskyldumót, hálfgert ættarmót alltaf,“ segir Matthildur Hjálmarsdóttir, sem var dugleg að draga í réttunum.

„Þetta er mjög gaman, þetta er puð og mikil törn en þetta er alltaf skemmtilegt," segir Matthildur Hjálmarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En er alltaf jafn gaman í réttunum?

„ Já, alltaf jafn gaman, sjúklega gaman, það er svo mikil stemming að vera öll saman að draga og að öll fjölskyldan komi saman á degi, sem þessum“, segir Anna Björk Björgvinsdóttir, sem dróg og dróg í dilka í dag.

Anna Björk segir að stemmingin sé alltaf góð í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×