Lið Þróttar, skipað þeim Sóla Hólm og Sólrúnu Diegó, sigraði eftirminnilega í fyrra eftir spennandi og skemmtilega keppni við Björgu Magnúsdóttur og Jón Jónsson í liði FH. Úrslitin réðust ekki fyrir en á lokaspurningunni.
Nú getum við loksins afhjúpað þau lið sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS. Keppendurna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Eitt lið frá síðustu þáttaröð fær annað tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Lesendur Vísis fengu að kjósa um það hvaða lið ætti að fá að snúa aftur og var það Afturelding sem skoraði hæst í þeirri kosningu en liðið skipa þeir Steindi og Dóri DNA.
Liðin 16 sem keppa í þáttaröðinni:
- Tindastóll - Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir
- Hamar - Áhrifavaldaparið Ingólfur Grétarsson (Gói Sportrönd) og Tinna Björk Kristinsdóttir (Tinna BK)
- Dalvík - Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt.
- FH - Söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín
- Fram - Söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Elísabet Ormslev
- Álftanes - Spákonan Sigga Kling og fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli
- Afturelding - Dóra DNA og Steindi Jr. endurkomuliðið frá því í fyrra.
- Þróttur - Leikarinn Björn Hlynur og söngkonan Bríet
- Fylkir - Raunveruleikastjarnan Sunneva Einars og dansarinn Ástrós Traustadóttir
- Víkingur - Skemmtistaðareigandinn Birgitta Líf Björnsdóttir og Fjölmiðlamaðurinn Fannar Sveinsson
- KR - Fjölmiðlamaðurinn Benedikt Valsson og leikkonan Kristín Péturs
- Þór - Systkinin og íþróttafréttfólkið Eva Ben og Gummi Ben
- Njarðvík - Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir og áhrifavaldurinn Camilla Rut
- ÍBV - Landsliðsmaðurinn í handbolta Kári Kristjánsson og íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir
- HK - Fjölmiðlafólkið Hugrún Halldórs og Einar Þorsteins
- Fjarðarbyggð - Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr og söng og leikkona Katrín Halldóra
Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum.
Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss.