Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 17:26 Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins eru ómyrkir í máli um bréf ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira