Sport

Dagskráin í dag: Breiðablik í Meistaradeild, Pepsi Max-deildin og Opna breska

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikakonur geta farið áfram í Meistaradeildinni.
Blikakonur geta farið áfram í Meistaradeildinni. Vísir/Hulda Margrét

Golf og fótbolti einkenna daginn á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Breiðablik leikur úrslitaleik um áframhald í Meistaradeild Evrópu um miðjan dag.

Fótbolti

Championship-deildin á Englandi er komin á fullt og hefst fótboltaveisla dagsins þar. Queens Park Rangers fær Barnsley í heimsókn á Loftus Road í Lundúnum og hefst beint útsending frá leik liðanna á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:25.

Kvennalið Breiðabliks keppir þá úrslitaleik um sæti í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu við litáísku meistarana í Gintra á heimavelli þeirra síðarnefndu. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 14:55 á Stöð 2 Sport 2.

Tveir leikir er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla. Keflavík fær FH í heimsókn í fyrri leik dagsins klukkan 14:00. Beina útsendingu frá þeim leik má nálgast á stod2.is og í Stöð 2 appinu klukkan 13:50.

Breiðablik mætir svo KA klukkan 16:15. Upphitun fyrir þann leik hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport og svo fer Pepsi Max Stúkan yfir leiki dagsins klukkan 18:15, að leik Breiðablik og KA loknum, á sömu rás.

Golf

Þriðji hringur Opna breska mótsins í kvennaflokki, AIG Women's Open, hefst klukkan 10:00 og er í beinni á Stöð 2 Golf.

D+D Real Czech Masters-mótið á Evrópumótaröð karla er þá á dagskrá klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 4.

PGA-mótaröðin er þá í fullum gangi vestanhafs og hefst þriðji hringur á Northern Trust-mótinu klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×