Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira