Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þrír greindust smitaðir við landamærin í gær.
Af þeim sem greindust í gær greindust 114 við einkennasýnatöku og fimm í sóttkvíar- og handahófsskimun. 44 voru í sóttkví við greiningu og 75 utan sóttkvíar.
Sem stendur eru 1.453 í einangrun smitaðir af Covid-19. 21 er á sjúkrahúsi.
2.333 eru í sóttkví og 1.152 í skimunarsóttkví.
Fjórtán daga nýgengi á 100.000 íbúa er nú 427,9 innanlands. Ísland er því eldrautt á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu.
Alls voru tekin 4,491 sýni í gær. Þar af voru 465 sýni tekin á landamærunum.
Fréttin hefur verið uppfærð.