Innlent

119 greindust smitaðir í gær

Árni Sæberg skrifar
Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins
Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

Að minnsta kosti 119 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þrír greindust smitaðir við landamærin í gær.

Af þeim sem greindust í gær greindust 114 við einkennasýnatöku og fimm í sóttkvíar- og handahófsskimun. 44 voru í sóttkví við greiningu og 75 utan sóttkvíar.

Sem stendur eru 1.453 í einangrun smitaðir af Covid-19. 21 er á sjúkrahúsi. 

2.333 eru í sóttkví og 1.152 í skimunarsóttkví.

Fjórtán daga nýgengi á 100.000 íbúa er nú 427,9 innanlands. Ísland er því eldrautt á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu.

Alls voru tekin 4,491 sýni í gær. Þar af voru 465 sýni tekin á landamærunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.