Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 23:47 Loftslag á Íslandi stýrist meðal annars af Golfstraumnum sem flytur hlýjan sjó sunnan úr hafi norður á bóginn. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira