Snorri Barón: Sara er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Sara Sigmundsdóttir með einum aðdáand sínum. Hún hitti þá marga um helgina. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir mætti á heimsleikanna í Madison þótt hún gæti ekki keppt þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsslit. Umboðsmaður hennar segir móttökurnar þar sýna hversu vinsæl Sara er og hann veit líka af hverju. Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira