Sport

Dagskráin í dag: Risaleikur á Hlíðarenda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valur og KR mætast í einum af stærstu leikjum sumarsins til þessa.
Valur og KR mætast í einum af stærstu leikjum sumarsins til þessa. VÍSIR/BÁRA

Pepsi Max-deild karla í aðalhlutverki þegar litið er á beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Einn stærsti leikur sumarsins fer fram að Hlíðarenda í kvöld.

Þrír leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Sá stærsti er grannaslagur milli Vals og KR að Hlíðarenda klukkan 19:15. Leikurinn getur haft heilmikið að segja um titilbaráttuna og mun sigur Valsmanna vera stórt skref af þeirra hálfu í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra.

Valur er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir 14 leiki, stigi á undan Víkingi, sem tapaði 4-0 fyrir Breiðabliki á mánudag. Breiðablik er með 26 stig í þriðja sæti, jafnt KA, og KR er með 25 stig þar fyrir neðan. Sigur KR-inga myndi því hleypa öllu í háaloft í toppbaráttunni og koma þeim aðeins tveimur stigum frá toppnum.

Pepsi Max-stúkan hefur upphitun fyrir leik kvöldsins klukkan 18:30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.

Á sama tíma fara fram leikir FH gegn HK og milli Stjörnunnar og ÍA. FH getur haldið í við liðin í efri hlutanum með sigri en hin liðin þrjú þurfa öll nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni. Bein útsending frá báðum leikjum hefst klukkan 19:05 á stod2.is og í Stöðvar 2 appinu.

Farið verður yfir alla leikina þrjá í Pepsi Max-stúkunni klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.