Fótbolti

Lille batt enda á átta ára einokun PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorari kvöldsins.
Markaskorari kvöldsins. vísir/Getty

Frakklandsmeistarar Lille höfðu betur gegn bikarmeisturum PSG í leiknum um meistara meistaranna en leikurinn fór fram í Tel Aviv í Ísrael.

Eina mark leiksins var skorað á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar portúgalski miðjumaðurinn Xeka skoraði.

Skærustu stjörnur PSG, Neymar og Kylian Mbappe, voru fjarri góðu gamni í kvöld en franska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi.

PSG varð Frakklandsmeistari þrjú ár í röð áður en Lille vann deildina óvænt á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir það mætir Lille til leiks í ár með nýjan þjálfara þar sem Christophe Galtier sagði starfi sínu lausu skömmu eftir að hafa stýrt liðinu til franska meistaratitilsins í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.