Sport

Anníe Mist frábær í lokagrein dagsins og fjórða fyrir lokadaginn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anníe Mist að slá í gegn enn eitt skiptið.
Anníe Mist að slá í gegn enn eitt skiptið. stöð 2

Anníe Mist Þórisdóttir er að slá í gegn á heimsleikunum í CrossFit tæpu ári eftir að hún eignaðist dóttur sína.

Þriðja keppnisdegi lauk kvennamegin nú rétt í þessu og hafnaði Anníe Mist í 2.sæti í lokagrein dagsins með jafngóðan árangur og Tia-Clair Toomey sem hafði betur í bráðabana en Toomey er í yfirburðarstöðu á toppnum í heildarkeppninni.

Engu að síður frábær endir á þessum þriðja keppnisdegi hjá Anníe Mist og lyfti hún sér þar með upp í fjórða sæti heildarkeppninnar fyrir lokadaginn sem fram fer á morgun.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12.sæti fyrir lokadaginn og skammt á eftir henni eða í 14.sæti kemur Þuríður Erla Helgadóttir.

Björgvin Karl Guðmundsson varð þrettándi í lokagrein dagsins og er í 5.sæti heildarkeppninnar fyrir lokadaginn.

Lokadagurinn fer sem fyrr segir fram á morgun og hefst einstaklingskeppnin um miðjan dag. Verður áfram fylgst með hverju skrefi í beinni útsendingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.