Sport

Dagskráin í dag: Golf og Pepsi Max-deild kvenna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valskonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Valskonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Vísir/Elín Björg

Golf og fótbolti eru á boðstólunum á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum ágæta verslunnarmannahelgarföstudegi. Fyrsta útsending dagsins er klukkan 13:00.

Annar hringurinn á ISPS Handa World Invitational-mótinu á Evróputúr karla í golfi verður leikinn í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 13:00 á Stöð 2 Golf.

Þá er á dagskrá frestaður leikur Fylkis og Vals í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 17:00 í Árbæ. Valur getur treyst stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri, en Breiðablik gerði jafntefli við Þór/KA í vikunni sem þýðir að Valur nær fjögurra stiga forskoti á toppnum með sigri.

Fylkir er á hinum enda töflunnar, á botni deildarinnar, og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Sigur myndi skjóta Fylki upp í áttunda sæti, af fallsvæðinu.

Bein útsending hefst klukkan 16:50 á stod2.is og í Stöð 2 appinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.