Innlent

Grunsemdir um smit um borð í Kap

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerir út Kap.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerir út Kap. Vísir/Vilhelm

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap VE II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru.

Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Þar segir að skipið hafi verið að veiðum þegar grunsemdir vöknuðu um veirusmitið. Skipið kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn.

Áhöfnin er í sóttkví um borð og verður ekki landað úr skipinu á meðan beðið er niðurstöðu skimunar.

Alls átta manns í áhöfn Kap hafa einhver veikindaeinkenni en mismikil. Líðan þeirra er sögð bærileg. Fimm hafa engum einkennum lýst.


Tengdar fréttir

Rakningarappið er al­­gjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga

Hið upp­færða rakningarapp er „al­gjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúla­sonar, yfir­manns smitrakningar­teymis al­manna­varna. Vanda­málið er bara að flestir eiga eftir að upp­færa for­ritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.