„Við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina“ Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2021 07:24 Kári Stefánsson segir næstu viku skipta sköpum í baráttunni við Covid-19. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir munu koma í ljós á næstu viku hver næstu skref í baráttunni gegn Covid-19 þurfi að vera. „Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
„Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira