Sport

Dagskráin í dag: Golf og Pepsi Max deildirnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingur R. og Stjarnan eigast við í Pepsi Max deild karla í kvöld.
Víkingur R. og Stjarnan eigast við í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Það er þéttpakkaður dagur á sportrásum okkar í dag. Sýnt verður frá fjórum golfmótum og sex leikjum úr Pepsi Max deildunum í fótbolta hér heima fyrir. 

Golf

Þau golfmót sem eru á dagskrá í dag eru Evian Championship á LPGA mótaröðinni, Opna breska meistaramót eldri kylfinga, Cazoo Open á Evróputúrnum og 3M Open á PGA mótaröðinni.

Evian Championship hefst klukkan 9:30 á Stöð 2 Golf. Í hádeginu hefst svo útsending frá Opna breska meistaramóti eldri kylfinga, en það verður sýnt á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:00.

Cazoo Open hefst klukkan 14:30 á Stöð 2 Sport 4, en við endum golfdaginn á 3M Open á Stöð 2 Golf frá klukkan 17:00.

Pepsi Max deildirnar

Eins og áður segir eru sex leikir á dagskrá í Pepsi Max deildunum í dag, þar af eru fimm þeirra í Pepsi Max deild karla.

Það eru þó konurnar sem byrja þessa fótboltaveislu þegar að ÍBV tekur á móti Tindastól klukkan 15:50. Hægt verður að horfa á þann leik á stod2.is.

Klukkan 16:50 hefst útsending frá leik ÍA og FH í Pepsi Max deild karla, en hann verður einnig sýndur á vefnum.

Á sama tíma fer fram viðureign Leiknis R. og KA á Stöð 2 Sport 2, þar sem að Leiknismenn get komist upp að hlið KA-mann með sigri.

Klukkan 18:30 hefst upphitun fyrir þrjá leiki í Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport. Á vefnum verður sýnt frá viðureignum Víkings og Stjörnunnar annars vegar, og HK og Vals hinsvegar.

Á Stöð 2 Sport verður sýndur leikur Keflavíkur og Breiðabliks, en að þessum leikjum loknum er Pepsi Max Stúkan á dagskrá þar sem að sérfræðingarnir munu fara yfir leiki dagsins.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar næstu daga má nálgast hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.