Sport

Dagskráin í dag: Evrópuleikir FH og Vals og nóg um að vera í golfinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valur mætir norskum andstæðingi í kvöld, rétt eins og FH.
Valur mætir norskum andstæðingi í kvöld, rétt eins og FH. Vísir/Bára Dröfn

Margt er í boði á rásum Stöðvar 2 Sport þennan fimmtudaginn. Fjögur golfmót eru á dagskrá auk tveggja Evrópuleikja íslenskra liða og Pepsi Max markanna.

Golf

Strax klukkan 9:00 hefst bein útsending frá Evian-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Seinni útsending dagsins frá því móti hefst klukkan 13:30 á sömu rás.

Opna breska meistaramótið á meðal eldri kylfinga er þá á dagskrá klukkan 11:00 á Stöð 2 Sport 4 en síðari útsendingin frá því móti er klukkan 15:30, í það skiptið á Stöð 2 eSport.

Cazoo Open hefst í dag á Evrópumótaröðinni en sýnt verður frá því klukkan 14:30 á Stöð 2 Sport 4.

Fjórða mótið er svo á PGA-túrnum þar sem 3M Open-mótið fer fram. Bein útsending frá því hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.

Fótbolti

Sýnt verður frá tveimur leikjum í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta þar sem tvö íslenk lið verða í eldlínunni og mæta bæði norskum andstæðingi hér heima.

Íslandsmeistarar Vals mæta Noregsmeisturum Bodö/Glimt klukkan 19:00 og hefst bein útsending frá Hlíðarenda klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.

FH mætir Rosenborg frá Þrándheimi á sama tíma. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.

Að leik Valsara loknum taka við Pepsi Max Mörkin í umsjón Helenu Ólafsdóttur þar sem farið verður yfir 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna, klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.