Mega ekki sýna íþróttamfólk krjúpa í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 17:01 Lucy Bronze fyrir leik Bretlands og Síle. Einnig má sjá tvo leikmenn Síle krjúpa á myndinni. Masashi Hara/Getty Images Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, og skipulagsnefnd Ólympíuleikanna 2020 í Tókýó í Japan gáfu í dag út yfirlýsingu þess efnis að samfélagsmiðlateymi liða, landa og einstkalinga megi ekki sýna íþróttafólk krjúpa fyrir keppni. Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30
Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00