Tónlist

Draum­farir gefa út plötuna Sögur af okkur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hér má sjá þá Ragnar Má Jónsson og Birgi Stein Stefánsson sem skipa hljómsveitina Draumfarir.
Hér má sjá þá Ragnar Má Jónsson og Birgi Stein Stefánsson sem skipa hljómsveitina Draumfarir. Draumfarir

Hljómsveitin Draumfarir gaf út fimm laga EP plötuna Sögur af okkur, síðasta föstudag. Hljómsveitina skipa þeir Ragnar Már Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson.

Platan inniheldur meðal annars lagið Ást við fyrstu Seen sem hljómsveitin gaf út síðasta haust ásamt tónlistarmanninum Króla sem vart þarf að kynna.

Á plötunni er einnig að finna lagið Betri án þín sem kom út í vor og hefur notið mikilla vinsælda.

Söngkonan Kristín Sesselja syngur með hljómsveitinni í laginu Með þér. Kristín hefur getið sér gott orð sem söngkona og gaf sjálf út sína fyrstu plötu á síðasta ári.

Önnur lög á plötunni eru Skrifað í skýin, sem kom út síðasta haust, og lagið Snúa við.

Platan er öll á íslensku. Birgir Steinn greindi frá því í viðtali við Vísi fyrir ári síðan að það hitti hann beint í hjartastað þegar hann heyri sungið á íslensku og því semji hann sjálfur á móðurmálinu.

Tvíeykið hóf sitt samstarf fyrir tveimur árum síðan og voru lögin Klukkan tifar og Dreyma, sem þeir sendu inn í Söngvakeppni sjónvarpsins, þeirra frumraun.

Hér má hlusta á plötuna Sögur af okkur í heild sinni.


Tengdar fréttir

Draumfarir skrifa í skýin

Draumfarir sendu á dögunum frá sér nýtt lag sem heitir Skrifað í skýin og er fáanlegt á öllum helstu streymisveitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.