Íslenski boltinn

Það er þetta mark sem skilur á milli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skömmu síðar var boltinn í netinu.
Skömmu síðar var boltinn í netinu. Skjáskot

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

„Þegar annað markið kemur er þetta orðin mjög alvarleg staða fyrir Val. Það mark sömuleiðis úr föstu leikatriði. Það er Alexander Davey sem grýtir því inn, það eru hávöxnu mennirnir sem eru í því að kasta boltanum inn í Pepsi Max deildinni,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spyr Baldur Sigurðsson hvað gerist í kjölfarið.

Umræðuna sem og markið sjálft má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

„Þarna gerist hlutur sem ég held að Heimir hafi vitnað í áðan í viðtalinu þegar hann sagði „Við vorum alltaf að hugsa um að fara í sókn.“ Við verðum eiginlega bara að spila þetta aftur því þetta er varnarleikur sem er ekki í boði.“

„Þarna hleypur Guðmundur Andri [Tryggvason] frá manninum sínum, hann er með Sindra [Snæ Magnússon] þarna en hleypur svo af stað eins og hornamaður í handbolta sem ætlar í skyndisókn og skilur Sindra einan eftir á fjærstönginni sem klárar þetta vel. Er svo sem á leiðinni framhjá og Johannes Vall óheppinn en þetta er bara ekki í boði.“

„Við höfum farið yfir löng innköst áður í þessum þáttum. Þarft ekki endilega að vinna fyrsta boltann þótt þú viljir það. Snýst um að klára stöðuna sem gerist eftir það, næsta augnablik. Þarna er næsta augnablik ekki að hlaupa fram áður en Hannes Þór [Halldórsson] er kominn með boltann í hendurnar. Er svo rándýrt því Valur minnkar muninn og það er þetta mark sem skilur á milli í kvöld,“ sagði Baldur að lokum.

Klippa: Stúkan: Annað mark ÍA

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.