Sport

Dagskráin í dag: Opna breska, stórleikur í Mjólkurbikarnum og meira golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rory McIlroy lék fyrsta hringinn á pari og þarf að spýta í lófana til að halda í við efstu menn.
Rory McIlroy lék fyrsta hringinn á pari og þarf að spýta í lófana til að halda í við efstu menn. Mike Ehrmann/Getty Images

Golfið verður í forgrunni á sportrásum okkar í dag þegar annar dagur Opna breska meistaramótsins fer fram. Þá eru tveir leikir á dagskrá í Mjólkurbikar kvenna.

Þeir sem ætla sér að ná hverri einustu mínútu af öðrum degi Opna breska meistaramótsins þurfa að vera ansi miklir morgunhanar. Útsending er nú þegar hafin og stendur alveg til 19:00 á Stöð 2 Golf.

Klukkan 19:00 tekur Dow Great Lakes Bay Invitational við á Stöð 2 Golf, en það er hluti af LPGA mótaröðinni.

Fyrir þá sem verða enn þyrstir í golf er hægt að skipta yfir á Stöð 2 Sport 4 klukkan 21:00 og ná þar Barbasol Championship á PGA mótaröðinni.

Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í Mjólkurbikar kvenna í dag. Þróttur R. tekur á móti FH klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport 4 og klukkan 20:00 hefst útsending frá stórleik Breiðabliks og Vals á Stöð 2 Sport.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×