Kann betur við Cannes í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 13:02 Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomir Rapace og Björn Hlynur Haraldsson á rauða dreglinum í Cannes áður en Dýrið var frumsýnt í gær. Getty/Daniele Venturelli Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. Hátíðin, eins og margar kvikmyndahátíðir þessa dagana, er haldin með breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldursins og færri fengið boð á hátíðina. Björn segir í samtali við Vísi að honum líki hátíðin betur með færra fólki. „Fyrir mig er það frábært af því að hátíðin er aðeins rólegri í ár en hún hefur oft verið, sem þýðir bara að það er minna af fólki hérna. Ég held að það sé bara passlegt núna þannig að það er mjög gott að vera hérna og gaman,“ segir Björn Hlynur. „Stundum er aðeins of mikið af fólki hérna en nú eru eiginlega bara hérna þeir sem eru tengdir einhverjum myndum og miklu færri. Þannig að þetta er bara bærilegt og búið að vera mjög skemmtilegt hérna hjá okkur.“ Björn Hlynur er staddur úti ásamt hópi sem kemur að íslensku kvikmyndinni Dýrinu, eða Lamb eins og hún heitir á ensku. Myndin var frumsýnd í gær en hún fjallar um bóndahjón, sem búsett eru í afdölum, sem eru barnlaus en burður furðulambs breytir lífi þeirra. Til hins góða í fyrstu en síðan færist fjör í leikinn. Björn segir að hópurinn sé talsvert stór, allt að tuttugu manns sem komi að myndinni séu staddir úti. „Þetta er alveg risahópur, þetta eru örugglega 20 manns allt í allt hérna. Bæði þeir sem tengjast myndinni beint og aðstandendur leikstjórans og framleiðendanna,“ segir Björn Hlynur. Hann segir að viðtökur við myndinni hafi verið gríðarlega góðar hjá hátíðargestum. „Dýrið var frumsýnt í gær. Þær voru mjög góðar, við vorum hér í stóru bíói í aðalhúsinu og það var fullt hús og rosalega fínar viðtökur. Maður vissi eiginlega ekki við hverju var að búast af því að þeir geta verið ansi harðir í gagnrýninni hérna, bæði áhorfendur og gagnrýnendur sjálfir. En það var mjög góður fílingur í salnum eftir á og bara mjög fínar viðtökur,“ segir Björn Hlynur. Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hátíðin, eins og margar kvikmyndahátíðir þessa dagana, er haldin með breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldursins og færri fengið boð á hátíðina. Björn segir í samtali við Vísi að honum líki hátíðin betur með færra fólki. „Fyrir mig er það frábært af því að hátíðin er aðeins rólegri í ár en hún hefur oft verið, sem þýðir bara að það er minna af fólki hérna. Ég held að það sé bara passlegt núna þannig að það er mjög gott að vera hérna og gaman,“ segir Björn Hlynur. „Stundum er aðeins of mikið af fólki hérna en nú eru eiginlega bara hérna þeir sem eru tengdir einhverjum myndum og miklu færri. Þannig að þetta er bara bærilegt og búið að vera mjög skemmtilegt hérna hjá okkur.“ Björn Hlynur er staddur úti ásamt hópi sem kemur að íslensku kvikmyndinni Dýrinu, eða Lamb eins og hún heitir á ensku. Myndin var frumsýnd í gær en hún fjallar um bóndahjón, sem búsett eru í afdölum, sem eru barnlaus en burður furðulambs breytir lífi þeirra. Til hins góða í fyrstu en síðan færist fjör í leikinn. Björn segir að hópurinn sé talsvert stór, allt að tuttugu manns sem komi að myndinni séu staddir úti. „Þetta er alveg risahópur, þetta eru örugglega 20 manns allt í allt hérna. Bæði þeir sem tengjast myndinni beint og aðstandendur leikstjórans og framleiðendanna,“ segir Björn Hlynur. Hann segir að viðtökur við myndinni hafi verið gríðarlega góðar hjá hátíðargestum. „Dýrið var frumsýnt í gær. Þær voru mjög góðar, við vorum hér í stóru bíói í aðalhúsinu og það var fullt hús og rosalega fínar viðtökur. Maður vissi eiginlega ekki við hverju var að búast af því að þeir geta verið ansi harðir í gagnrýninni hérna, bæði áhorfendur og gagnrýnendur sjálfir. En það var mjög góður fílingur í salnum eftir á og bara mjög fínar viðtökur,“ segir Björn Hlynur.
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44
Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp