Vindmylla sem stingur í augu 13. október 2005 14:32 Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur." Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira