Vindmylla sem stingur í augu 13. október 2005 14:32 Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur." Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira