Vindmylla sem stingur í augu 13. október 2005 14:32 Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur." Fréttir Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Fréttir Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira