Innlent

Stúlkurnar voru í upp­blásinni sund­laug á Þing­valla­vatni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þingvallavatn, til forna kallað Ölfusvatn, er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 km² að flatarmáli. Í Þingvallavatni eru tvær megineyjar, Sandey og Nesjaey og milli þeirra er Heiðarbæjarhólmi. Við norðanvert vatnið eru Þingvellir, suðaustan af því er Úlfljótsvatn.
Þingvallavatn, til forna kallað Ölfusvatn, er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 km² að flatarmáli. Í Þingvallavatni eru tvær megineyjar, Sandey og Nesjaey og milli þeirra er Heiðarbæjarhólmi. Við norðanvert vatnið eru Þingvellir, suðaustan af því er Úlfljótsvatn. Vísir/Vilhelm

Stúlkurnar þrjár sem bjargað var úr Þingvallavatni að morgni föstudagsins 18. júní voru í uppblásinni sundlaug á vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi en áður hafði komið fram að um uppblásin bát væri að ræða.

Stúlkunar höfðu farið siglandi á Þingvallaatn á uppblásnu sundlauginni og lent í basli. Þeim var hjálpað í land og hlúð að þeim en þau voru með væga ofkælingu.

Viðkomandi barnaverndaryfirvöld og foreldrar voru látnir vita af málinu og farsælum lyktum þess.

Einar Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum tjáði fréttastofu á föstudaginn að stúlkurnar væru heppnar að vera á lífi.

„Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” sagði Einar. Þó vatnið liti út fyrir að vera saklaust – þá væri það í raun mjög hættulegt.

„Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í.”


Tengdar fréttir

Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi

Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×