Tíska og hönnun

Áhuginn á að smíða strigaskó kviknaði á unglingsárunum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helgi Líndal sagði frá hönnun sinni í þættinum Ísland í dag.
Helgi Líndal sagði frá hönnun sinni í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag

Helgi Líndal er ungur og upprennandi hönnuður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hann fékk snemma áhuga á fatahönnun og síðar skóhönnun.

„Ég var örugglega fimmtán eða sextán ára þegar ég fékk áhuga á strigaskóm,“ segir Helgi um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. Á þeim tíma var hann mikið að hanna föt og ætlaði að læra fatahönnun. 

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að gera eitthvða með höndunum. Lego, playmó og að skapa einhvern heim sem krakki og svo þróast það yfir í list og var mikið að teikna. Svo fann ég að ég var mjög góður í smíðum og saumum og finnst skemmtilegt að sauma.“

Eva Laufey Kjaran hitti Helga nú á dögunum og fékk að fylgjast með honum sauma skó en hann er rúmlega 40 klukkustundir með eitt skópar.

Eftir að frétta af manni í Los Angeles sem smíðar strigaskó, fór Helgi út á námskeið hjá honum árið 2017. Þar lærði hann að smíða Stan Smith skó. 

„Ég fékk styrk frá alls konar fólki í samfélaginu og fyrirtækjum sem var geggjað. Það var æðislegt og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“

Helgi er mikið fyrir flottar litasamsetningar og sækir oft innblástur í Ísland.Ísland í dag

Hann fór svo á annað námskeið og lærði að smíða Air Jordan skó. Í kjölfarið tók Helgi þátt í keppni á vegum námskeiðshaldarans, The Shoe Surgeon. Kosið var um sigurvegarann og voru skór Helga þar hlutskarpastir. Þeir voru í kjölfarið settir í framleiðslu í takmörkuðu upplagi. 

„Þeir voru mjög dýrir svo það voru ekki margir sem keyptu skóna.“

Helgi hefur meðal annars verið að breyta skóm fyrir fólk og gerði sérstaka útgáfu af skóm með Emmsjé Gauta sem seldir voru í Húrra. 

Innslag Ísland í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum

Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.