Erlent

Fíll braust inn á heimili í Taílandi

Árni Sæberg skrifar
Fíllinn virðist vera nokkuð sáttur með sig.
Fíllinn virðist vera nokkuð sáttur með sig. Twitter/R. Phungprasopporn

Ratchadawan Puengprasoppon vaknaði upp við mikinn skarkala á heimili sínu í Taílandi á laugardaginn. Þegar hún fór fram kom hún auga á stærðarinnar fíl sem hafði brotist inn til hennar.

Fíllinn, sem heitir Boonchuay, virðist hafa verið á höttunum eftir fæðu enda fannst hann hálfur inni í eldhúsi. Þó atvikið sé nokkuð skondið er það alls ekki jákvætt.

Húsráðandi er ekki sáttur við uppátæki fílsins enda olli hann þónokkru umróti. Samkvæmt heimildum tælenskra fjölmiðla er þetta ekki í fyrsta skipti sem Boonchuay brýst inn til Ratchadawan Puengprasoppon. Þegar hann gerði það fyrst olli hann tjóni upp á rúmlega hundrað þúsund krónur.

Þá hafa dýraverndunarsinnar áhyggjur af atvikinu og fleirum í þess dúr. Dr. Joshua Plotnik sagði, í samtali við The Guardian, að uppákomur af þessu tagi væru að verða algengari í Asíu. 

Fílar virðast eiga erfiðara með að finna fæðu í náttúrunni og leita því að henni í byggð. Algengt sé að heilu fílahjarðirnar brjótist inn á akra og borði sykurreyr og maís. Það sé fílunum óhollt og bændum dýrt. Hann segir þó að bændur áfellist fílana almennt ekki.

Myndband af hegðun Boonchuay má sjá í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×