Sport

Dagskráin í dag: Sópurinn á lofti í Keflavík?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrsta leik liðanna.
Úr fyrsta leik liðanna. Vísir/Bára Dröfn

Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla getur farið á loft í Keflavík er heimamenn mæta Þór Þorlákshöfn.

Þór er 2-0 yfir eftir tvo fyrstu leikina en þriðji leikurinn hefst klukkan 20.15 i Keflavík.

Veglega verður hitað upp fyrir leikinn og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 19.30 en hann verður einnig gerður upp í leikslok.

EM heldur áfram að rúlla en Tékkland og England mætast klukkan 18.50 en á sama tíma mætast Króatía og Skotland.

Lengjudeildarliðin Þór og Grindavík mætast svo í Mjólkurbikarnum klukkan 17.50.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.