Fótbolti

Chilwell og Mount í einangrun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samherjarnir hjá Chelsea eru nú báðir komnir í einangrun.
Samherjarnir hjá Chelsea eru nú báðir komnir í einangrun. Nick Potts/Getty

Ensku landsliðsmennirnir Ben Chilwell og Mason Mount eru komnir í einangrun eftir smit í skoska landsliðinu.

Leikmennirnir voru í kringum Billy Gilmour er Skotland og England mættust í D-riðlinum á EM í knattspyrnu á föstudag.

Í dag kom svo í ljós að Billy er með kórónuveiruna og hann verður ekki með Skotum annað kvöld gegn Króatíu.

Chilwell og Mount, sem eru samherjar Gilmour hjá Chelsea, eru einnig komnir í einangrun en þetta segir enska knattspyrnusambandið.

Þar segja þeir að þeir fari eftir tilmælum enskra yfirvalda og þeir verða því ekki með gegn Tékklandi annað kvöld.

Óvíst er hversu lengi þeir verða í einangrun en þeir verða í það minnsta ekki með annað kvöld.

Allir leikmenn enska landsliðsins voru neikvæðir í þeim kórónuveiruprófum sem leikmenn og starfslið gengust undir í dag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.