Hundruð fá bætur fyrir umferðarslys þrátt fyrir lítið sem ekkert fjártjón Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 19:15 Guðmundur Sigurðsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavíkur, segir að staðan sé óeðlileg. visir/egill Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Tryggingar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur.
Tryggingar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira