Innlent

Mætingin ræður því hvort Pfizer-af­­gangar verða boðnir öllum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Úr bólusetningarsalnum í Laugardalshöll.
Úr bólusetningarsalnum í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Búið er að bólusetja yfir sjö þúsund manns með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag en til stendur að bólusetja með alls níu þúsund skömmtum í dag.

Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að enn eigi eftir að koma nokkuð stórir hópar sem boðaðir hafa verið í bólusetningu, en eins og alltaf sé erfitt að áætla mætingu fyrir fram.

Aðspurð segir hún það geta endað svo, í lok bólusetningardags, að einhverjir skammtar verði afgangs og þá verði mæting í bólusetningu gefin frjáls. Það muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í kringum hálf þrjú.

„Við erum að boða um 560 manns á hverjum tíu mínútum. Af þeim skila sér svona 320, þannig það eru yfir 200 sem mæta ekki.“

Hún segir salinn í Laugardalshöll taka um 500 manns og að ferlið frá því fólk kemur inn og þar til það gengur bólusett út taki um 20 mínútur. Í hverju holli segir Ragnheiður að um 250 til 300 manns fái bólusetningu.

„Það er góður gangur á þessu núna og það fer bara eftir mætingu hvort það verður eitthvað til á eftir.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.