Fótbolti

Aukaspyrnumark Messi dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi grípur um höfuð sér í leiknum.
Messi grípur um höfuð sér í leiknum. Buda Mendes/Getty Images

Argentína og Síle gerðu 1-1 jafntefli í Suður-Ameríkukeppninni er liðin mættust í A-riðlinum í kvöld.

Lionel Messi var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Argentínu og hann skoraði fyrsta mark leiksins.

Markið skoraði Messi úr aukaspyrnu á 33. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Síle fékk vítaspyrnu á 57. mínútu. Arturo Vidal brenndi af vítaspyrnunni en Eduardo Vargas var fyrstur á boltann og skoraði.

Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1 en í A-riðlinum eru einnig Bólivía, Paragvæ og Úrúgvæ.

Fjögur af liðunum fimm fara í átta liða úrslitin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.