Sport

Dagskráin í dag: Skotland og Spánn hefja leik á EM, KR fer í Breiðholtið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Örn Hauksson og félagar eru í beinni í kvöld.
Óskar Örn Hauksson og félagar eru í beinni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það er sannkölluð fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í dag. Alls eru fjórir leikir í beinni útsendingu.

Stöð 2 EM 2020

Við hefjum leik snemma í dag en upphitun fyrir leik Skotlands og Tékklands hefst klukkan 12.30. Klukkan 13.00 hefst svo leikurinn sjálfur. Að leik loknum verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í leiknum.

Klukkan 15.30 hefst upphitun fyrir leik Póllands og Slóvakíu sem hefst klukkan 16.00. Að leik loknum verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í leiknum.

Klukkan 18.30 hefst svo upphitun fyrir leik Spánar og Svíþjóðar sem hefst klukkan 19.00 Að leik loknum verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í leiknum.

Klukkan 21.00 er EM í dag á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst upphitun fyrir leik dagsins í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Leikur Leiknis Reykjavíkur og KR hefst klukkan 19.05. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.