Ísland styrkir hlutfallslega mest Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:47 Hér má sjá stjórn UNICEF á Íslandi, ásamt framkvæmdastjóra, Birnu Þórarinsdóttur. Ársfundur UNICEF á Íslandi fór fram í gær og tók Óttarr Proppé við sem stjórnarformaður landsnefndar. Þá kom fram á fundinum að hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF koma frá Íslandi. Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur setið í stjórn UNICEF frá árinu 2019 og tekur við formannssætinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins,“ segir Óttarr. Hann segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með Íslendingum sýna stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim. Þrír nýir meðlimir tóku sæti í stjórninni í gær, þau Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Heilsuverndar. Þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir munu sitja áfram í stjórninni. Öflugt innanlandsstarf í þágu barna Á ársfundinum var farið yfir tekjur UNICEF á Íslandi í fyrra, en þær námu tæpum 800 milljónum króna. Þá koma hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi, mest í gegnum stuðning Heimsforeldra. UNICEF brást við ákalli stjórnvalda við upphaf heimsfaraldurs og tók þátt í að kanna stöðu viðkvæmra hópa barna. Áhersla var lögð á stöðu barna sem upplifa ofbeldi á heimilum sínum, börn sem sækja um alþjóðlega vernd og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Þá mótmælti Ungmennaráð UNICEF brottvísun barna með því að leggja einn bangsa fyrir framan nefndasvið Alþingis, fyrir hvert barn sem vísað var úr landi og neitað um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019. Neyð barna jókst í faraldrinum „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa Kórónuveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokanna, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt í heimila jók á hungur barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri. Hún segir það verða kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar Kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna. Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur setið í stjórn UNICEF frá árinu 2019 og tekur við formannssætinu af Kjartani Erni Ólafssyni. „Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins,“ segir Óttarr. Hann segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með Íslendingum sýna stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim. Þrír nýir meðlimir tóku sæti í stjórninni í gær, þau Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Heilsuverndar. Þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir munu sitja áfram í stjórninni. Öflugt innanlandsstarf í þágu barna Á ársfundinum var farið yfir tekjur UNICEF á Íslandi í fyrra, en þær námu tæpum 800 milljónum króna. Þá koma hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi, mest í gegnum stuðning Heimsforeldra. UNICEF brást við ákalli stjórnvalda við upphaf heimsfaraldurs og tók þátt í að kanna stöðu viðkvæmra hópa barna. Áhersla var lögð á stöðu barna sem upplifa ofbeldi á heimilum sínum, börn sem sækja um alþjóðlega vernd og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Þá mótmælti Ungmennaráð UNICEF brottvísun barna með því að leggja einn bangsa fyrir framan nefndasvið Alþingis, fyrir hvert barn sem vísað var úr landi og neitað um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019. Neyð barna jókst í faraldrinum „Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa Kórónuveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokanna, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt í heimila jók á hungur barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri. Hún segir það verða kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar Kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna.
Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira