Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenska kvenna­lands­liðið, EM fer af stað og síðari leikirnir í undan­úr­slitum Olís deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukar eru svo gott sem komnir í úrslit Olís-deildar karla í handbolta á meðan ÍBV heldur í veika von.
Haukar eru svo gott sem komnir í úrslit Olís-deildar karla í handbolta á meðan ÍBV heldur í veika von. Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera í íþróttaheiminum í dag. Ísland tekur á móti Írlandi í vináttulandsleik í knattspyrnu, EM fer af stað og þá eru stórleikir í Olís-deild karla í handbolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.30 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Klukkan 17.55 er leikur Hauka og Stjörnunnar á dagskrá. Haukar eru í góðum málum eftir flottan sigur í fyrri leik liðanna.

Klukkan 19.45 er leikur Vals og ÍBV á dagskrá. Að þeim leik loknum – klukkan 21.30 - er Seinni bylgjan á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2 / Stöð 2 EM 2020

Klukkan 18.00 hefst upphitun fyrir fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu. Klukkan 19.00 hefst mótið svo formlega með leik Tyrklands og Ítalíu.

Klukkan 21.00 er svo EM í dag á dagskrá þar sem farið verður yfir leik dagsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.50 er leikur Barca og Tenerife á dagskrá í undanúrslitum spænska körfuboltans.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.45 er vináttulandsleikur Íslands og Írlands á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Scandinavian Mixed-mótið hefst klukkan 11.00. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 19.00 er Palmetto-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Klukkan 22.00 er svo LPGA Mediheal-mótið á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.