Fótbolti

Borðaði kebab þremur tímum fyrir bikarleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane og Micah Richards fóru á kostum í nýjum þætti Sky.
Roy Keane og Micah Richards fóru á kostum í nýjum þætti Sky. Ash Donelon/Manchester United

Roy Keane og Micah Richards hituðu upp fyrir Evrópumótið 2020 í þættinum Micah & Roy's Road to Wembley sem er sýndur á Sky sjónvarpsstöðinni þar sem þeir eru báðir spekingar.

Margar skemmtilegar sögur komu upp hjá þeim félögum og farið var yfir víðan völl en Evrópumótið hefst annað kvöld.

Keane greindi meðal annars frá því að hann borðaði kebab þremur tímum fyrir bikarleik á tíma sínum hjá Man. United.

„Við spiluðum í bikarnum gegn Crystal Palace á heimavelli og ég fékk mér kebab þremur tímum fyrir leikinn,“ sagði Keane.

„Þegar þú ert ungur þá kemstu upp með þetta en þegar þú eldist kemur þetta í bakið á þér. Mér til varnar bjó ég einn og það var engin matur til í húsinu.“

Keane segir enn fremur að leikmenn eins og Phil Foden muni græða á mataræði sínu þegar þeir eldast.

„Ég sá viðtal við Foden um daginn og hann var spurður út í eldamennskuna. Hann sagðist: „Nei, ég er með kokk.“ Hann er með kokk!“

„Hann fyllir vel á tankinn og fær örugglega alvöru morgunverð. Hann nær að jafna sig og sérðu Ronaldo. Foden mun græða á þessu þegar hann verður 36 eða 37 ára, að spila á hæsta stigi,“ bætti Keane við.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.