Sport

Enn kvarnast úr Opna franska: Federer dregur sig úr keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Federer mun ekki taka frekari þátt á Opna franska meistaramótinu í tennis.
Federer mun ekki taka frekari þátt á Opna franska meistaramótinu í tennis. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Hinn 39 ára gamli Roger Federer hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er sú að Federer þarf að passa upp á skrokkinn á sér ætli hann sér að halda áfram að spila á hæsta getustigi.

Svisslendingurinn verður fertugur í ágúst á þessu ári og tryggði sér sæti í 4. umferð mótsins með góðum sigir á Þjóðverjum Dominik Koepfer í gær. Federer fann hins vegar mikið til í leik þeirra og ákvað að hlusta á líkama sinn frekar en að spila í gegnum sársaukann.

Federer fór í tvær skurðaðgerðir á hné á síðasta ári og hefur verið í endurhæfingu undanfarið ár. Alls hafði hann aðeins leikið þrjá leiki á síðustu 16 mánuðum áður en Opna franska meistaramótið hófst.

Federer sagði á Twitter-síðu sinni að hann þyrfti að hlusta á líkama sinn og því yrði hann að draga sig úr keppni. Þá hefur hann gefið út að Wimbledon-mótið sé í forgangi hjá honum en það hefst þann 28. júní.

Federer er ekki eina stóra nafnið sem hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu en Naomi Osaka hefur einnig dregið sig úr keppni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×