Tíska og hönnun

Sumarpartý sem endaði úti á götu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Yeoman partýinu á HönnunarMars.
Frá Yeoman partýinu á HönnunarMars.

Hönnuðurinn Hildur Yeoman sýndi línu sína Splash! á HönnunarMars. Línunni var fagnað með sumarlegu partýi og voru veðurguðirnir svo sannarlega með Hildi í liði.

Á einum tímapunkti var svo ótrúlega fallegur hafmeyjugjörningur í glugga verslunarinnar við Laugaveg 7, svo gestir gátu dreift úr sér á Laugaveginum. Nýja línan Splash! er algjör gleðisprengja, innblásin af sól, sumarævintýrum, sundlaugarferðum og strandpartýum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum viðburði.


Tengdar fréttir

Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum

„Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár.

Upplifunin tikkaði í öll boxin

HönnunarMars fer fram þessa dagana og fengum við Helga Ómars, ljósmyndara og bloggara á Trendnet, til að segja okkur hvað heillaði hann mest á fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.