Tvöfaldur Ólympíumeistari sleit hásin rétt fyrir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:01 Christian Taylor ætlaði sér að vinna þriðja Ólympíugullið í röð í Tókýó í sumar en nú er ljóst að ekkert verður að því. Getty/Cameron Spencer Margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari missir af Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eftir að hafa meiðst illa í vikunni. Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira