Sport

Erna Sól­ey bætti eigið Ís­lands­met í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kvöld.
Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kvöld. FRÍ

Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti í kvöld eigið Íslandsmet í kúluvarpi kvenna.

Erna Sóley keppti í kvöld á svæðismeistaramóti Conference-USA í Murfreesboro í Tennessee-fylki. Hún bætti eigið Íslandsmet um fimm sentímetra og kastaði 16,77 metra.

Það skilaði henni 2. sæti. Erna á bæði Íslandsmetið innan- og utanhúss en hún kastaði lengst 16,95 metra inni í vetur.

Erna keppir fyrir Rice háskólann þar sem hún er að klára annað árið sitt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.