„Til fjandans með Pollýönnu“ Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 16:45 Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar á sig hendur í janúar á þessu ári eftir margra ára bið. Facebook Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix. Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix.
Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40