Biðst afsökunar á ljótum skilaboðasendingum til tánings Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 18:15 Chrissy Teigen hefur notið mikilla vinsælda á Twitter undanfarin ár. Gamlar færslur voru þó dregnar fram í sviðsljósið nýlega eftir viðtal við Courtney Stodden. Getty Samfélagsmiðlastjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen hefur beðist afsökunar á skilaboðum og færslum um fyrirsætuna Courtney Stodden fyrir áratug síðan. Stodden, sem notast við kynhlutlaus persónufornöfn, var sextán ára gamalt þegar Teigen birti færslurnar. Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“ Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“
Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira