Veður

Sitjum á­fram í köldum loft­massa af norð­lægum upp­runa

Atli Ísleifsson skrifar
Þessir ferðamenn létu kalda loftið ekki á sig fá og fengu sér veitingar utandyra í Lækjargötunni fyrr í vikunni.
Þessir ferðamenn létu kalda loftið ekki á sig fá og fengu sér veitingar utandyra í Lækjargötunni fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm

Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en þar segir einnig að íbúar sunnan heiða geti þó reynt að láta fara vel um sig í sólskini og skjóli undir vegg.

„Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt 3-10 m/s. Yfirleitt bjart veður vestanlands, en skýjað að mestu annars staðar og líkur á éljum. Taka ber fram að í kvöld og fram á nótt er möguleiki á slydduéljum eða éljum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga.

Á morgun er spáð norðaustanátt, víða á bilinu víða 5-10 m/s. Það léttir til sunnanlands og verður því yfirleitt léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil verða él áfram viðloðandi.

Hitinn í dag og á morgun á bilinu 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Suðvesturlandi. Horfur eru á næturfrosti um allt land.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 3-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu, hiti 3 til 8 stig að deginum. Skýjað og lítilsháttar él norðaustantil og hiti um frostmark.

Á sunnudag: Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él á austanverðu landinu, en víða bjart vestantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Skýjað að mestu á Norður- og Austurlandi og sums staðar svolítil él, hiti 0 til 3 stig. Léttskýjað sunnan- og vestanlands og hiti 3 til 9 stig. Næturfrost víða um land.

Á fimmtudag (uppstigningardagur): Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðan 5-10 og skýjað með austurströndinni. Hiti frá frostmarki á Austurlandi, upp í 10 stig að deginum um landið suðvestanvert.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.