Sara fékk kveðju frá bæði Van Dijk hjá Liverpool og bera Japananum úr BGT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 08:30 Myndavélin var á Söru þegar hún fékk kveðjuna frá Liverpool manninum Virgil van Dijk. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur nú hafið endurhæfingu sína eftir krossbandsaðgerðina en knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk þekkir þá stöðu vel. Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira